Eigendur að Hár og Smink eru Svala Ólafsdóttir og Helgi Loftsson. Hár og Smink er upphaflega stofnað árið 1965 sem hárgreiðslustofa, en árið 1995 kom Svala inn í reksturinn og kynntist þá Framesi hárvörum. Fjórum árum síðar, árið 1999, tók Svala við rekstri stofunnar og bauðst á sama tíma að taka við umboði fyrir Framesi hárvörur á Íslandi. Árið 2000 var formlega tekið við Framesi-umboðinu og þá tók heildsalan til starfa. Ári síðar, 2001, bættust við vörur frá þýska risanum Comair, sem selur alla fylgihluti tengda hári og hárgreiðslustofum. Árið 2006 bættust einnig við vörur frá Suntachi en þeir bjóða upp á hágæða skæri og sléttujárn.

Framesi er ítalskt stórfyrirtæki í hárvörum sem hefur það að leiðarljósi að nota eingöngu efni unnin úr heimi náttúrunnar, engin gerviefni, auk þess sem vandlega er gætt að því að forðast ofnæmisvaldandi efni sem er mikilvægt fyrir fagfólk. Þess vegna leggur Framesi mikla fjármuni í rannsóknir, þróun og vinnur í nánu samstarfi við bæði ítalskar og bandarískar stofnanir á heilbrigðissviði.

Markmið Hár og Smink er að halda vel utan um fagfólk í háriðn, stuðla að framþróun  vöru og tryggja velferð viðskiptavina. Námskeið eru nokkrum sinnum á ári til að viðskiptavinurinn fái alltaf það nýjasta í vöruþróun og hártísku (klippilínum).